Fjárlagafrumvarpið 2013: Kemst þótt hægt fari?

Fjárlagafrumvarpið 2013: Kemst þótt hægt fari?

Það hefur verið ljóst frá því á síðasta ári að markmiðum um jöfnuð á ríkisfjármálunum eftir hrun yrði frestað um eitt ár, frá 2013 til 2014, frá upphaflegri rammaáætlun sem lögð var fram árið 2009. Það er hluti af endurskoðaðri ríkisfjármálastefnu stjórnvalda, sem felur í sér að viðsnúningur á frumjöfnuði verði 10-11% af vergri landsframleiðslu á árunum 2009-2013, í stað 16% í upphaflegri áætlun.

Það þarf því ekki að koma á óvart að gert er ráð fyrir lakari afkomu ríkissjóðs 2013 en í flestum fyrri áætlunum. Þótt mikill árangur hafi náðst er ljóst að hægt hefur verið verulega á allri aðlögun, og því verður enn bið á að grynnkað verði á skuldum ríkissjóðs. Tekjuauki af eignum og eignasölu verður ennfremur nýttur til að fjármagna útgjöld vegna fjárfestingaráætlunar stjórnvalda, en í ljósi mikilla skulda ríkissjóðs og hárrar vaxtabyrði veltum við fyrir okkur hvort skynsamlegri fjárfestingarkostur til framtíðar væri að kaupa eigin skuldir, en ráðast í byggingu nýrra mannvirkja.

Fjárlög 2013