Hagkerfið eftir hrun: Slakinn óðum að hverfa í skjóli minni framleiðslugetu

Hagkerfið eftir hrun: Slakinn óðum að hverfa í skjóli minni framleiðslugetu

Landsframleiðsla hér á landi dróst mikið saman á árunum 2008 til 2010, en raunsamdráttur landsframleiðslunnar á milli 3. fjórðungs 2008 og 1. fjórðungs 2010 nam ríflega 16%. Þótt hluta þess megi rekja til árstíðasveiflu í landsframleiðslunni er ljóst að stóran hluta samdráttarins megi rekja til annarsvegar aukins slaka í hagkerfinu, og hins vegar til minni framleiðslugetu á tímabilinu, en hún dróst saman um 4,7% frá hæsta til lægsta gildis skv. nýjasta mati Seðlabankans.

Sjá nánar: Framleiðslugeta.pdf