Stýrivaxta- og verðbólguspá í september

Stýrivaxta- og verðbólguspá í september

Greiningardeild spáir 25 punkta hækkun stýrivaxta eftir fund peningastefnunefndar þann 3. október næstkomandi. Snörp veiking krónunnar frá síðasta fundi nefndarinnar er helsti áhrifaþátturinn, en verðbólguhorfur hafa versnað að okkar mati vegna hennar. Fundargerð peningastefnunefndar frá síðasta fundi bendir ótvírætt til þess að nefndarmenn hafi þá þegar verið undir það búnir að bregðast við gengissigi með vaxtahækkun að hausti.

Við teljum að árstaktur verðbólgunnar muni fara hækkandi á næstu mánuðum og verði rétt undir 5% í  árslok. Eins og áður var komið inn á eru óvissuþættirnir fremur til hækkunar en hitt. Gangi  bráðabirgðaspá okkar eftir mælist árstaktur verðbólgunnar ríflega 4,5% í lok árs.

Sjá nánar: Vaxtaákvörðun og verðbólga, september 2012.pdf