Viðskiptajöfnuður: Hrært í grautnum

Viðskiptajöfnuður: Hrært í grautnum

Í dag eru þrír mælikvarðar á viðskiptajöfnuð; birtur viðskiptajöfnuður (óhreinsaður sem endurspeglar langt því frá hinn rétta viðskiptajöfnuð), viðskiptajöfnuður án innlánastofnana í slitameðferð (lítillega hreinsaður og endurspeglar betur hinn rétta viðskiptajöfnuð) og að lokum viðskiptajöfnuður án innlánastofnana í slitameðferð og án áhrifa Actavis (hreinsaður viðskiptajöfnuður og endurspeglar einna best hinn rétta viðskiptajöfnuð).

Eins og yfirferðin í punktinum gefur til kynna er alls ekki klippt og skorið hvernig leggja skal mat á viðskiptaafgang Íslands um þessar mundir. Því er verr, því viðskiptaafgangur þjóðarbúsins er einmitt sú stærð sem gefur skýrasta vísbendingu um styrk og sjálfbærni gjaldmiðilsins. Af því leiðir að rétt mat á undirliggjandi viðskiptajöfnuði og traustvekjandi spár skipta alla hlutaðeigandi aðila miklu máli og ráða miklu um t.d. fjárfestingarákvarðanir, verðbólguvæntingar og spár um vaxtaþróun.

Sjá nánar: VJ - hrært í grautnum.pdf