Einföld spálíkanatvenna fyrir stýrivaxtaákvarðanir

Einföld spálíkanatvenna fyrir stýrivaxtaákvarðanir

Með því að meta Taylor-jöfnu byggða á sögulegum gögnum (eða jafnvel með því að nota einfaldlega þá  jöfnu sem bankinn telur sjálfur tryggja nægilega aðhaldssama peningastefnu) er hægt að nálgast líkleg  hagstjórnarviðbrögð Seðlabankans við aðstæðum í hagkerfinu hverju sinni, og nýta regluna þar með til  að spá fyrir um þróun stýrivaxta. Hér verður gerð tilraun til að útbúa líkön sem spá fyrir um  stýrivaxtaákvarðanir Seðlabankans og reisa á svipuðum grunni og Taylor reglan, en nálgast spágerðina  frá annarri hlið.

Séð í ljósi þess að fjöldi þátta hefur áhrif á vaxtaákvarðanir Seðlabankans, og peningastefnunefndin  styðst við innsæi og brjóstvit frekar en að fylgja reglum í blindni munu líkön á borð við þessi ekki koma í  stað mannlegrar dómgreindar þegar kemur að því að spá fyrir um vaxtaákvarðanir. Þau geta hins vegar  reynst gagnlegt hjálpartæki, auk þess sem þau gagnast við að greina þá þætti sem hafa áhrif á
peningastefnunefndina.

Sjá nánar: Spálíkan f. vaxtaákvörðun SÍ.pdf