Föstudagspunktur: Getur ráðherra „talað krónuna niður“?

Föstudagspunktur: Getur ráðherra „talað krónuna niður“?

Ráðamenn þjóðarinnar hafa oft á tíðum tjáð sig um íslensku krónuna. Annar ríkisstjórnarflokkurinn telur evruna til dæmis skynsamlegri kost í gjaldmiðlamálum Íslendinga til framtíðar en krónuna. Ráðherrar í viðkomandi flokki hafa ítrekað lýst sjónarmiðum sínum hvað varðar ókosti gjaldmiðils þjóðarinnar nokkuð hispurslaust.

Í Markaðspunktum dagsins er litið á hvort ummæli ráðherra um gjaldmiðilinn séu raunverulegt áhyggjuefni, og hvort þau geti haft áhrif á gengi krónunnar til skamms tíma í haftaumhverfi. Til athugunar eru sex ummæli sem birtust í erlendum fjölmiðlum síðustu 3 ár og/eða vöktu hörð viðbrögð innanlands, og ætla mætti að gætu hafa haft áhrif á gengi krónunnar.

Sjá nánar: 191012_Ráðherrar og krónan.pdf