K-orðs vísitalan: Fjölmiðlaumfjöllun gefur góða samtímamynd af hagkerfinu

K-orðs vísitalan: Fjölmiðlaumfjöllun gefur góða samtímamynd af hagkerfinu

Hefðbundnar hagmælingar taka langan tíma, og oft eru tölur um umsvif í hagkerfinu ekki gefnar út fyrr en mörgum mánuðum eftir að tímabilinu sem þeim er ætlað að lýsa lauk. Þess vegna eru fjárfestar, seðlabankar, blaðamenn og aðrir sérfræðingar stöðugt á höttunum eftir mælikvörðum sem veita áreiðanlegar samtímaupplýsingar um ganginn á hagkerfinu – og enn betra þykir ef þær hafa eitthvað forspárgildi um hvernig þróunin verður litið fram á veginn. Í Markaðspunktum dagsins staðfærir Greiningardeild einn slíkan mælikvarða fyrir Ísland, fjölda kreppufrétta, og rannsakar gagnsemi hans við að meta stöðu hagkerfisins.

Sjá nánar: 051112_K-orðið.pdf