Íslenskur sjávarútvegur: Þróun undirstöðuatvinnugreinar Íslands

Íslenskur sjávarútvegur: Þróun undirstöðuatvinnugreinar Íslands

Sjávarútvegurinn hefur verið ein af undirstöðum íslensks hagkerfis í marga áratugi. Greinin hefur að meðaltali lagt til um 12% til landsframleiðslu Íslands á ári hverju, 25% ef tekið er mið af framleiðslu hins svokallaða sjávarklasa. Rannsóknir benda til þess að ef tekið er tillit til afleiddra starfa af sjávarútvegi þá skapi greinin um 15% starfa á Íslandi. Lengi vel voru sjávarafurðir ein helsta útflutningsvara Íslendinga og nam útflutningur á fiski um helmingi af heildarútflutningsverðmæti um síðustu aldamót. Hlutfallið lækkaði þegar leið á áratuginn og í dag eru sjávarafurðir um fjórðungur af útflutningsverðmæti Íslendinga.

Þótt markaðsaðstæður hafi verið hagfelldar eftir efnahagshrunið, og verð á mörkuðum hækkað stöðugt, er þó ekki á vísan að róa um frekari verðhækkanir vegna efnahagsástands í helstu viðskiptalöndum Íslands og framboðsaukningar á mikilvægustu afurð sjávarútvegsins á alþjóðavísu; þorsks.

Flestar nýjar spár benda til þess að batinn í efnahagslífi Vesturlanda verði veikari á næstu árum en búist var við framan af ári. Einkum eru það himinháar skuldir sem kalla á skattahækkanir og niðurskurð erlendra ríkissjóða, sem ættu að öðru jöfnu að hafa neikvæð áhrif á eftirspurn ríkjanna eftir innflutningi, þar á meðal fiskafurðum Íslendinga. Þá er útlit fyrir að framboð af Atlantshafsþorski úr Barentshafi muni aukast hressilega vegna aukningar aflamarks, einkum í Noregi og Rússlandi.

Fyrir rúmu ári síðan gaf greiningardeild út ítarlegu skýrslu um sjávarútveginn. Hér gefur að líta á aðra útgáfu skýrslunnar, en hún hefur verið uppfærð auk þess sem nýju efni hefur verið bætt við.

Íslenskur sjávarútvegur: Þróun undirstöðuatvinnugreinar Íslands