Vextir hækkaðir: Seðlabankinn kominn á áfangastað, í bili

Vextir hækkaðir: Seðlabankinn kominn á áfangastað, í bili

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að hækka vexti um 25 punkta. Er þetta í samræmi við síðustu yfirlýsingu nefndarinnar sem sagði að miðað við óbreyttar verðbólgu- og efnahagshorfur þyrfti að hækka vexti á næstunni.

Hins vegar kom skýrt fram nú í dag að stýrivextir bankans eru hættir að hækka, a.m.k. í bili og erum við sammála því mati og gerum ráð fyrir óbreyttum vöxtum út árið. Í yfirlýsingu nefndarinnar stendur að núverandi nafnvaxtastig nægi til að verðbólgumarkmið náist á spátímanum – en nefndarmenn setja varnagla um endurskoðun kjarasamninga og gangi þeir lengra en samið hafði verið um þá útiloka þeir ekki að bregðast þurfi við með vaxtahækkun.

Reyndar má segja að það veki nokkra furðu, m.v. rökstuðning ákvörðunarinnar og innihald Peningamála sem birtist samhliða ákvörðuninni í morgun, að nefndin kjósi að hækka vexti nú. Nægir að lesa inngang Peningamála en þar kemur glögglega fram að flestir þættir eru að þróast til verri vega.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Vaxtaákvörðun 14.nóvember 2012.pdf