Fasteignamarkaður á göngudeild: Horfur 2014

Fasteignamarkaður á göngudeild: Horfur 2014

Það er ekki auðvelt að spá fyrir um þróun fasteignamarkaðarins í heild og enn erfiðara að spá fyrir um þróun innan hans. Við teljum engu að síður að aðstæður séu komnar upp á markaði sem bjóða upp á að ákveðnar eignir hækki meira í verði en aðrar. Þótt óyggjandi sannanir liggi ekki fyrir teljum við engu að síður vísbendingar um að eftirfarandi þróun sé þegar hafin.

Í fyrsta lagi teljum við sennilegra að minni eignir, einkum og sér í lagi í fjölbýli, hækki meira í verði en raðhús, parhús og einbýlishús. Nú þegar eru vísbendingar um að sérbýlisálagið hafi lækkað á markaði en við teljum að sú þróun gæti haldið áfram. Það helgast einkum af því að við teljum framboð minni íbúða í fjölbýli á markaði takmarkað vegna neikvæðrar eiginfjárstöðu ungra fasteignaeigenda og því muni nýir kaupendur á markaði þrýsta verði þeirra upp þar til eigendur slíkra eigna losna úr eiginfjárgildrunni.

Í öðru lagi teljum við að hverfisálag miðsvæðis muni hækka en það lækkaði á flesta mælikvarða í hruninu og gæti því haft svigrúm til að koma til baka af meiri krafti en það hefur þegar gert. Þegar fasteignaverðshækkanir hafa komið fram hafa þær að öðru jöfnu verið kraftmeiri miðsvæðis en auknum kaupmætti vill fylgja aukinn vilji til að greiða hátt verð fyrir staðsetningu. Þá hefur stækkun byggðar og fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu tilhneigingu til að setja þrýsting á íbúðir í bestu hverfunum, þar sem þeim fjölgar lítið sem ekkert yfir tíma.

Hér má finna fasteignaskýrslu greiningardeildar:

Fasteignamarkaður á göngudeild Horfur til 2014.pdf

 

Hér má finna kynningar frá morgunfundi greiningardeild, Bóla eða bati á eignamörkuðum?

Fasteignamarkaður á göngudeild Horfur til 2014.pdf

Eru eignir á haftaverði.pdf