Hagvaxtartölur á 3F: Hægir á efnahagsbatanum

Hagvaxtartölur á 3F: Hægir á efnahagsbatanum

Heldur virðist vera að hægja á bata hagkerfisins ef marka má hagvaxtartölur Hagstofunnar sem birtust í síðustu viku. Þannig mældist hagvöxtur á fyrstu níu mánuðum ársins 2% en til samanburðar mældist 2,6% hagvöxtur á árinu 2011. Þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi varað við versnandi hagvaxtarhorfum samhliða því sem ný hagspá var birt í síðasta mánuði þá virðist við fyrstu sýn sem hin nýja hagspá hafi verið í bjartsýnni kantinum. Þannig gerir Seðlabankinn ráð fyrir að hagvöxtur á þessu ári verði 2,5%, en til að slíkur vöxtur gangi eftir þarf árshagvöxtur á síðasta fjórðungi ársins að vera ríflega fjögur prósentustig.

Sjá nánar: Hagvaxtartölur á 3F.pdf.