Greiningardeildin sem stal jólunum: Allratap vegna jólagjafa 800 milljónir

Greiningardeildin sem stal jólunum: Allratap vegna jólagjafa 800 milljónir

Jólin nálgast og á meðan börn hlakka til gjafa, fjölskyldur til samverustunda og launamenn til kærkomins frís frá amstri hversdagsins horfa hagfræðingar með glýju til jólaverslunarinnar. Í desember má nefnilega vænta þess að velta í smásölu sé mörgum milljörðum meiri en í meðalmánuðinum, enda útheimtir desember bæði hátíðarinnkaup á mat og gjafakaup í stórum stíl. Þegar litið er til þess að slík útgjöld hafa hugsanlega einhver margfeldisáhrif (kaupmaðurinn sem hagnast á jólaverslun gæti notað afraksturinn til að ráðast í fjárfestingar, eða kaupa sér sjálfur eitthvað sem hann langar í) er um heljarinnar innspýtingu í hagkerfið að ræða. En getur verið að þessi innspýting sé dýru verði keypt?

Í Markaðspunktum dagsins gerir Greiningardeild heiðarlega tilraun til að stela jólunum og fjalla um allratapið sem hlýst af því þegar við gefum hvort öðru gjafir sem okkur langar ekki í - og hvort allratapið sé kannski minna en virðist við fyrstu sýn.

Sjá nánar: Allratap á jólum.pdf.