Engin verðbólga í desember – ágætis horfur næstu mánuði

Engin verðbólga í desember – ágætis horfur næstu mánuði

Verðbólgan í desember mældist 0,05% frá fyrra mánuði og mælist ársverðbólgan því nú 4,2% samanborið við 4,5% í nóvember. Spár greiningaraðila lágu á bilinu 0,3-0,4% og eru því verðbólgutölur nokkuð undir væntingum, við gerðum ráð fyrir 0,3% hækkun í desember. Að okkar mati eru verðbólgutölurnar jákvæðar. Ekki er að sjá að gengisáhrif komi fram ólíkt því sem verið hefur í síðustu verðmælingum sem hafa einmitt borið með sér að gengisveikingin frá haustinu hafi verið að skila sér út í verðlagið. Ef krónan helst áfram stöðug er ólíklegt að við sjáum mikil gengisáhrif umfram það sem nú þegar hefur komið fram.

Gangi bráðabirgðaspá okkar eftir er útlit yfir að ársverðbólgan verði komin í 3,2% í lok mars. Verðbólguhorfur á fyrstu mánuðum ársins eru því nokkuð góðar, talsverð óvissa ríkir hins vegar um áhrif kjarasamninga. Jákvæðar verðbólgutölur að undanförnu ásamt því sem fallið hefur verið frá hækkun opinberra gjalda á bensíni, olíu, bjór, léttvíni, útvarpsgjalds og bifreiðagjalda (en gert hafði verið ráð fyrir að verðlagsáhrifum vegna þessa næmu 0,2% til hækkunar á VNV) ættu hins vegar að liðka fyrir samningsferlinu.

Sjá nánar: Verðbólgan í desember.