Vandinn að stýra fjármagni á Íslandi

Vandinn að stýra fjármagni á Íslandi

Það er vandasamt að stýra fjármagni á Íslandi í dag. Þeir fjárfestingarkostir sem standa fjárfestum til boða eru of fáir og smáir fyrir það fjármagn sem leitar ávöxtunar. Við höfum nú þegar séð hvernig áhrifa hafta hefur gætt á ríkisskuldabréfamarkaði að undanförnu en áhrifin munu á endanum smitast yfir í aðra eignaflokka. Ríki og Seðlabankinn hafa hins vegar tæki til að mæta þeirri fjárfestingarþörf sem framundan er. Tækifærin eru því til staðar en óvíst hvort þau verði nýtt. Versta sviðsmynd er því sú að við lítum til baka í rústum sprunginnar eignabólu og syrgjum glötuð tækifæri þar sem ofgnótt fjármagns leiddi til ósjálbærrar þenslu en ekki nýsköpunar.

Sjá nánar:160113_Vandinn að stýra fjármagni.pdf