Hægir á gangi hagkerfisins

Hægir á gangi hagkerfisins

Þrátt fyrir að heilt yfir hafi hagkerfið haldið áfram að vaxa árið 2012 þá hrannast nú upp vísbendingar þess efnis að hægja sé á efnahagsbatanum. Þá má t.d. benda tölur um kortaveltu sem Seðlabankinn birtir en þær gefa til kynna að sú aukning sem verið hefur í neyslu heimila sé að minnka. Þá gefa innflutningstölur á fjárfestingarvörum ekki tilefni til að ætla að fjárfesting sé að taka mikið við sér.

W-dýfa í einkaneyslu framundan?
Meðfylgjandi mynd sýnir þróun á kortaveltu og einkaneyslu. Eins og sést þá gefur þróun á kortaveltu mjög góða vísbendingu um neysluhegðun heimila. Út frá einföldu sambandi einkaneyslu og kortaveltu er útlit fyrir að ársvöxtur í einkaneyslu á 4F 2012 hafi verið lítill sem enginn og jafnvel bendir til þess að neysla heimila hafi skroppið lítillega saman á síðasta fjórðungi ársins. Yfir árið í heild er því útlit fyrir að vöxturinn í einkaneyslu hafi verið ríflega 2% sem er heldur minni vöxtur en spá Seðlabankans gerði ráð fyrir en í síðustu hagspá bankans var gert ráð fyrir 3% vexti einkaneyslu.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Hægir á gangi hagkerfisins.pdf