Icesave: Allri óvissu eytt

Icesave: Allri óvissu eytt

EFTA-dómstóllinn kvað upp dóm sinn í Icesave málinu í dag. Dómstóllinn hafnaði öllum kröfum Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA,og hafði Ísland því fullan sigur. Af þeim þrettán dómsmálum sem ESA hefur höfðað á hendur Íslandi fyrirEFTA dómstólum þá er þetta í fyrsta skipti sem Ísland vinnur dómsmál. Niðurstaðan í dag eyðir mikilvægri óvissu sem ríkt hefur um málið síðustu árin, en eins og tilgreint er hér að neðan þá hefur Icesave málið valdið íslensku þjóðarbúi skaða undanfarin ár.

Niðurstaða dagsins er mjög jákvæð fyrir íslenskt efnahagslíf, ríkissjóð og fjárfesta. Óútkljáð Icesave mál, og þar með möguleikinn á að ríkissjóður þyrfti að taka á sig miklar skuldir í erlendri mynt, hefur haft veruleg áhrif á mat á Íslandi og virði íslenskra eigna. Þannig hafa spár um erlenda skuldastöðu þjóðarinnar innihaldið fyrirvara um Icesave.

Með því að geta ýtt Icesave málinu út af borðinu munu áætlanir um úrbætur á erlendri skuldastöðu þjóðarinnar reistar á traustari grunni. Þátttaka íslenskra sem og erlendra langtímafjárfesta í íslensku atvinnulífi er því mun líklegri og krefst lægri ávöxtunarkröfu.

Af þessu leiðir að við stöndum nú skrefi nær afnámi hafta en við gerðum fyrir daginn í dag. Og eins og sést á viðbrögðum á skuldabréfamarkaði í dag meta fjárfestar skuldir ríkissjóðs sem betri fjárfestingarkost en áður, en krafan á lengri ríkisbréfum hefur lækkað í dag um 10-20 punkta þegar þetta er skrifað. Þar spilar inn í að ljóst er að skuldastaða ríkisins versnar ekki vegna Icesave og því minni útgáfa ríkisskuldabréfa en annars hefði orðið. Ennfremur má lesa úr niðurstöðu Icesave málsins að Seðlabankinn muni ekki í jafn miklum mæli og áður nota stýrivaxtatækið til þess að laða að og viðhalda erlendu fjármagni á Íslandi.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Icesave: Allri óvissu eytt.pdf