Verðlag hækkaði um 0,3% í janúar

Verðlag hækkaði um 0,3% í janúar

Hækkun vísitölu neysluverðs mældist 0,27% í janúar og mælist ársverðbólgan áfram 4,2%. Greiningardeild hafði gert ráð fyrir að verðlag myndi lækka um 0,1% í janúar og lágu spár greiningaraðila á bilinu -0,1% til +0,1%. Frávik frá okkar spá má rekja til þess að í núverandi verðmælingum má sjá gengisáhrif smitast út í verðlagið (en við gerðum ráð fyrir því að slík áhrif myndu koma fram á næstu mánuðum). Jafnframt eru gjaldskrárhækkanir meiri en við höfðum gert ráð fyrir.

Engin áhrif á næstu vaxtákvörðun
Þrátt fyrir að verðbólgutölur dagsins séu í hærri kantinum þá teljum við ekki að þær breyti miklu um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar í næstu viku. Eins og sést á meðfylgjandi mynd er útlit fyrir að aðhald peningastefnunnar muni aukast á næstu mánuðum samhliða því sem ársverðbólgan gengur niður. Líklega mun peningastefnunefnd sætta sig við að aðhaldist aukist a.m.k. í bili í gegnum verðbólguna einkum þar sem vísbendingar eru þess efnis að það sé að fjara undan efnahagsbatanum.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Verðbólga janúar 2013.pdf