Inngrip á gjaldeyrismarkaði: Hvert er planið?

Inngrip á gjaldeyrismarkaði: Hvert er planið?

Ef marka má frásagnir fjölmiðla hefur Seðlabanki Íslands átt umtalsverð viðskipti á gjaldeyrismarkaði í dag. Um er að ræða inngrip með sölu á 9 milljónum evra, að því er nýjustu frásagnir herma. Aðgerðin kemur í kjölfar nánast samfelldrar 3,3% veikingar krónunnar frá áramótum, en bankinn greip síðast inn á markaðnum með sölu 6 milljóna evra þann 31. desember. Svo virðist sem inngripin nú séu umfangsmeiri en sem því nemur.

Þegar þetta er skrifað (15:30) hafa inngripin borið þann árangur að gengi krónunnar hefur styrkst um 1,6% gagnvart evru, en gengi evrunnar hefur lækkað úr um 174,8 í 172,1.

Við veltum fyrir okkur hvað vakir fyrir bankanum. Hann hefur enn sem komið er verið tregur að sýna á spilin og látið hjá líða að segja hvað hann er að hugsa. Bein væntingastjórnun er því engin í tengslum við inngripin. Við sjáum kosti og ókosti við inngripin í dag, en óttumst að ókostirnir geti verið stærri.

Sjá nánar: Inngrip.pdf.