Óbreyttir vextir: Áhyggjur af hagkerfinu, krónan í brennidepli

Óbreyttir vextir: Áhyggjur af hagkerfinu, krónan í brennidepli

Þrátt fyrir að það sé að hægja á efnahagsbatanum þá var tónninn í morgun frekar í þá átt að nefndin hafi meiri áhyggjur af verðbólguhorfum og hvaða áhrif núverandi veiking muni hafa á verðbólguvæntingar. Á fundinum kom fram að stýritæki Seðlabankans eru ekki aðeins stýrivextirnir heldur líti hann einnig á inngrip á gjaldeyrismarkaðnum sem stýritæki. Það gæti létt á verðbólguþrýstingi vegna gengisleka, og minnkað þörfina á stýrivaxtahækkunum.

Sé nýjustu spám bankans um verðbólgu án skattaáhrifa og framleiðsluspennu stungið inn í þá Taylor-hagstjórnarreglu sem bankinn styðst við, þá fæst stýrivaxtaferillinn sem sjá má hér að neðan. Útlit er fyrir hærri vexti en við síðustu útgáfu Peningamála, einkum þar sem gert er ráð fyrir aðeins meiri verðbólgu á næsta ári. Það sem er hins vegar áhugavert er að ef spá bankans um verðbólgu og framleiðsluslaka gengur eftir er allt útlit fyrir að aðhald peningastefnunnar sé lítillega of strangt nú um stundir, og svigrúm verði til að lækka nafnvexti eftir því sem líður á árið, þótt raunaðhaldið muni aukast hægt og bítandi með hjaðnandi verðbólgu.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Vaxtaákvörðun og inngrip.pdf