Spáum þriðjungsfjölgun ferðamanna til 2015

Spáum þriðjungsfjölgun ferðamanna til 2015

Ferðamannaiðnaðurinn er óðum að verða einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarbúsins. Í markaðspunktum dagsins er að finna spá greiningardeildar um fjölgun erlendra ferðamanna á komandi árum.

Árið 2012 var besta ferðamannaár Íslands frá upphafi. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu sóttu um 647 þúsund erlendir gestir landið heim um Leifsstöð, en áætlað er að sú talning nái að jafnaði til um 96% erlendra gesta (aðrir koma um aðra flugvelli, með Norrænu og öðrum skipum).

Greiningardeild spáir því að ferðamenn verði um þriðjungi fleiri á árinu 2015 en á árinu 2012.

Sjá nánar: 150213_Fjölgun ferðamanna.pdf