Krónan snýr: Árangursrík inngrip eða tilfallandi innflæði?

Krónan snýr: Árangursrík inngrip eða tilfallandi innflæði?

Eftir að hafa veikst nánast samfellt frá síðari hluta ágústmánaðar á síðasta ári hefur orðið algjör viðsnúningur á gengi krónunnar síðustu daga.

Styrkingin hefur verið svo mikil og hröð að mynstrið í gengishreyfingunum hefur helst minnt á gjaldeyrisinngrip. Frá 20. febrúar hefur krónan styrkst um 4,8% gagnvart evru í viðskiptum fyrir a.m.k. hátt í 10 ma.kr. og lítið eitt minna gagnvart viðskiptaveginni körfu gjaldmiðla, þ.e. mælt með gengisvísitölunni. Krónan hefur ekki styrkst jafnmikið á fimm viðskiptadögum undanfarið ár.

Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar um störf peningastefnunefndar á mánudag staðfesti Seðlabankastjóri hins vegar að styrkingarhrina síðustu viku, sem haldið hefur áfram það sem af er þessarar viku, hafi ekki verið fyrir tilstilli inngripa bankans. Þvert á móti telur Seðlabankastjóri að styrkingin sé til marks um að inngrip og framvirkur samningur sem bankinn gerði við Landsbankann séu að skila árangri.

Í Markaðspunktum er fjallað um þróunina á gengismarkaði undanfarið.

Sjá nánar: 280213_Krónan.pdf.