Viðskiptajöfnuðurinn rétt yfir núllinu

Viðskiptajöfnuðurinn rétt yfir núllinu

Viðskiptaafgangur ársins 2012 nam 13,9 mö.kr. eða 0,8% af landsframleiðslu ársins en til samanburðar var halli á viðskiptum okkar við útlönd um 0,3% á árinu 2011. Hér er horft framhjá áhrifum vegna innlánastofnana í slitameðferð (ILST). Afgangur á viðskiptajöfnuði var lítillega minni en spá Seðlabankans, sem hafði gert ráð fyrir afgangi sem nemur 1,9% af VLF á árinu 2012.

Seðlabankinn birtir ekki í hagtölum sínum viðskiptajöfnuð án áhrifa Actavis, en ef Actavis er tekið út fyrir sviga þá er enn meiri afgangur á viðskiptum okkar við útlönd eða í kringum 2,8% af VLF, sjá hér að neðan.

Sjá umfjöllun: Viðskiptajöfnuðurinn rétt yfir núllinu.pdf