Hagvöxturinn 2012: Vonbrigði

Hagvöxturinn 2012: Vonbrigði

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var hagvöxtur á árinu 2012 1,6%. Til samanburðar hafði Seðlabankinn spáð 2,2%, AGS 2,6% og Hagstofan 2,7%, því veldur niðurstaðan töluverðum vonbrigðum að okkar mati. Þá má sjá að það hægir umtalsvert á hagkerfinu þar sem hagvöxtur fer úr því að vera 2,9% árið 2011 niður í 1,6% í fyrra. Það hægir á aukningu í fjárfestingu á meðan breyting í einkaneyslu er nánast óbreytt á milli ára. Innflutningur jókst meira en útflutningur á milli ára og er því um þriðja árið í röð að ræða þar sem innflutningur vex meira en útflutningur og framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar er neikvætt.

Sjá umfjöllun í heild sinni: 080313_Hagvöxtur.pdf