Skrautlegur dagur á skuldabréfamarkaði

Skrautlegur dagur á skuldabréfamarkaði

Vaxtaferill á skuldabréfamarkaði hliðraðist allverulega í viðskiptum upp á 61 milljarð króna í gær. Við lok dags hafði nafnávöxtunarkrafan á markaðnum hækkað um 22 til 97 punkta og raunávöxtunarkrafa um 4 til 28 punkta. Kröfuhækkunin náði til næstum allra markflokka, en var mest á styttri ríkisbréfum, svo vaxtaferillinn flattist nokkuð út í viðskiptum dagsins. Svo mikil breyting á kröfunni er fátíð, en það sama má segja um hina miklu veltu á markaðnum.

Kveikjan að þessum viðskiptum var kvittur sem komst á kreik um áhrif frumvarps fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um gjaldeyrismál sem lagt var fram um helgina og mælt fyrir í gær. Í greinargerð er megintilgangur laganna sagður sá að rýmka takmarkanir á fjármagnsflutningum milli landa, t.d. að því er varðar framfærsluheimildir, endurfjárfestingarheimildir, gjaldeyrisviðskipti í tengslum við atvinnustarfsemi og erlenda lántöku.

Það voru þó ekki greinar sem vörðuðu þessa þætti sem ýttu snjóboltanum niður fjallshlíðina, heldur líklegast lítil setning í fyrstu grein frumvarpsins um að þriðji töluliður þriðju málsgreinar 13. greinar b laganna skyldi brott falla.

Sjá umfjöllun í heild sinni: 140313_Skuldabréf.pdf