Verðlag hækkaði um 0,2% í mars

Verðlag hækkaði um 0,2% í mars

Við höfðum spáð 0,8% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) milli mánaða og spár annarra greiningaraðila hljómuðu upp á 0,5% hækkun. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 3,9% og lækkar því úr 4,8% frá því í febrúar. Frávik í spá okkar skýrist að mestu af því að útsöluáhrifin voru heldur minni en við höfðum búist við og reyndust vera einungis 0,16% til hækkunar á vísitölunni. Við teljum að ekki verði meira um útsöluáhrif fyrr en um mitt næsta sumar. Styrking krónunnar sem átti sér stað á síðustu sex vikunum fyrir mælingu kom inn með myndarlegum hætti sem leiddi til þess að gengisáhrifin enduðu í -0,13% til lækkunar á VNV. Með hliðsjón af því hversu sterk áhrifin eru teljum að trú aðila á að Seðlabankinn haldi gengi krónunnar stöðugu hafi styrkst og því treysti þeir sér frekar til að halda aftur af verhækkunum. Búumst við við að gengisáhrifin á næstu mánuðum taki áfram tillit til þróunar krónunnar, sem hefur styrkst um rúmlega 2,5% frá þeirri viku í mars sem Hagstofan mældi verðlag eða samtals um rúmlega 6,5% frá lokum janúar.

Uppfærð bráðabirgðaspá okkar fyrir næstu mánuði felur í sér að VNV hækkar um  0,4% í apríl, 0,1% í maí og 0,6% í júní. Ef sú spá raungerist mun ársverðbólga mælast 3,7% í júní nk.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Verdbolga_mars 2013.pdf