„Déjà vu“ á gjaldeyrismarkaði: Seðlabankinn of svifaseinn?

„Déjà vu“ á gjaldeyrismarkaði: Seðlabankinn of svifaseinn?

Íslenska krónan hefur styrkst um ríflega 12% gagnvart evru síðan Seðlabankinn hóf að styðja við krónuna með nokkuð myndarlegum gjaldeyrisinngripum frá og með 31. janúar síðastliðnum. Krónan hefur styrkst um litlu minna gagnvart viðskiptaveginni myntkörfu, eða um ríflega 11%. Við höfum áhyggjur af því að Seðlabankinn sé of seinn að bregðast við styrkingunni, því hún hafi boðið upp á gott tækifæri til að kaupa í forðann og draga úr ýktum gengissveiflum um leið. Við teljum að annaðhvort Seðlabankinn eða aðrir stórir aðilar á gjaldeyrismarkaði hljóti að sjá sér leik á borði til gjaldeyriskaupa á næstunni, og hægi þannig á eða stöðvi styrkinguna.

Sjá nánar: 100413_DejaVu.pdf