Engin óvænt tíðindi: Skilyrta bréfið 92 ma.kr.

Engin óvænt tíðindi: Skilyrta bréfið 92 ma.kr.

Hvernig lítur þá stóra myndin út?
Niðurstaða gærdagsins á virði skilyrta bréfsins breytir því ekki stóru myndinni. Þungar erlendar afborganir eru framundan og ljóst að ef fram fer sem horfir þá nægir afgangur af viðskiptum við útlönd ekki einn og sér til að mæta þeim samningsbundnu afborgunum sem framundan eru (sjá myndina hér að neðan). Ef spá Seðlabankans gengur eftir þá verður viðskiptajöfnuðurinn meira að segja neikvæður á árunum 2016-2017. Það þýðir að gert sé ráð fyrir að við eyðum um efni fram á þeim árum þannig að þá erum við ekki að skapa gjaldeyri heldur eyða honum.

Eitt af þeim allra mikilvægustu verkefnum sem framundan eru snúa því að endurfjármögnun og lánalengingum, en Landsbankabréfin tvö hljóta að vera helsta forgangsverkefnið í því samhengi (mosagræna súlan á myndinnni hér til hægri). Jafnframt er mikilvægt að orkufyrirtæki, einkum OR (græna súlan), nái að endursemja um sínar skuldir. Landsvirkjun er janframt með talsverðar afborganir á komandi árum (appelsínugula súlan) en það ætti þó ekki að hafa veruleg áhrif á krónuna þar sem Landsvirkjun er með tekjur í erlendri mynt.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Engin óvænt tíðindi: Skilyrta bréfið 92 ma.kr.pdf