Spáum engri verðbólgu í apríl

Spáum engri verðbólgu í apríl

Í kjölfar lítillar hækkunar í mars á vísitölu neysluverðs (VNV) og umtalsverðrar styrkingar krónunnar frá því í janúar teljum við að engin hækkun hafi verið í VNV milli mars og apríl. Ef spá okkar raungerist mun tólf mánaða verðbólga fara úr 3,9% í 3,2%.

Hagstofa Íslands mun birta verðbólgutölur 29. apríl næstkomandi. Við teljum að það sem mun ráða úrslitum um hversu mikil breytingin verður í VNV er hversu hratt styrkingin kemur fram í verðlagi. Frá og með lokum janúar fram að þeirri viku í mars sem verðmæling Hagstofunnar var framkvæmd hafði krónan styrkst um rúmlega 5% gagnvart helstu viðskiptagjaldmiðlum sínum. Í framhaldinu hefur krónan styrkst enn frekar eða um 4,5% fram á síðastliðna viku. Í mars, þegar VNV hækkaði um 0,2% milli mánaða, teljum við að gengisáhrifin á VNV hafi verið um það bil -0,13%. Við teljum að þau verði á svipuð róli í apríl eða á bilinu frá -0,2% til -0,13%.

Sjá umfjöllun í heild sinni: verdbolguspa_14042013.pdf