Engin áform að greiða niður skuldir

Engin áform að greiða niður skuldir

Í haftaskjóli hefur ríkissjóði hins vegar tekist að fjármagna hallarekstur sinn á hagstæðum kjörum hér innanlands. Því má gefa sér að þegar og ef fjármagnshöftum verður lyft í komandi framtíð að vaxtakostnaður ríkis hækki þ.e. á þeim nýju útgáfum sem þarf til að fjármagna hallarekstur eða endurfjármagna gjalddaga. Mikilvægt er því að ríkissjóður nýti sér svigrúm um leið og það skapast til að greiða niður skuldir. Ekki er að sjá að slík áform séu hins vegar á teikniborðinu að hálfu stjórnvalda a.m.k. ekki samkvæmt nýútgefnu riti, Stefnu í lánamálum árin 2013-2016. Í ritinu er hins vegar tiltekið að stefnt sé að því að lækka skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af VLF úr 87% í 70% í árslok 2016. Hins vegar ef við rýnum í hvað liggur á bakvið þær tölur er ljóst að skuldirnar lækka nánast eingöngu í gegnum hagvöxt og verðbólgu. Því miður er ekki að sjá að til standi að greiða niður útistandandi skuldir svo neinu nemi, en hér að neðan má sjá hvernig áætlanir ganga út frá því að skuldir ríkissjóðs í krónum talið standa í stað á komandi árum.

Sjá umfjöllun í heild sinni: skuldir ríkissjóðs.pdf