Hvert leitar höfuðstóll RIKB 13 í maí?

Hvert leitar höfuðstóll RIKB 13 í maí?

Staða erlendra aðila í RIKB 13 0517 (RIKB13) var um 85% í lok mars sem þýðir að þeir þurfa að koma um 66 mö.kr. í aðra fjármálagerninga þegar gjalddagi RIKB 13 rennur upp 17. maínæstkomandi. Líkt og í kjölfar gjalddagans á RIKB 12 0824 telja þeir líklegast RIKB 14 0314 (RIKB 14) og RIKB 15 0408 (RIKB 15) álitlega kosti. Vandinn með RIKB 14 er að hann er fremur lítill miðað við aðra flokka, einungis 25 ma.kr. að frádregnum verðbréfalánum, og erlendir aðilar eiga nú um 70% í flokknum. Þá hafa Lánamál lýst yfir áhuga sínum að stækka 2ja ára flokkinn sinn, RIKB 15, og því má gera ráð fyrir að minni áhersla verði lögð á útgáfu í RIKB 14 á árinu. Hvað varðar möguleikann að erlendir aðilar fjárfesti í RIKB 16 1013 (RIKB16) þá eiga þeir nú þegar yfir 85% í þeim flokki, og teljum við líklegra að þeir eigi eftir að koma af meira afli í RIKB 19 0226 og RIKB 22 1026 líkt og þeir hafa verið að gera undanfarna mánuði. Þá verður að hafa í huga að erlendir aðilar horfa á vaxtaprósentur skuldabréfa þar sem þeir hafa heimild til að taka vaxtagreiðslur úr landi, en RIKB 19 ber 8,75% ársvexti og RIKB 22 7,25% á meðan RIKB 16 ber 6%.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Hvert_fer_RIKB13 20130502.pdf