Greiðsluuppgjör ríkissjóðs: Mun lakari afkoma en áætlað var og stýrivaxtaspá

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs: Mun lakari afkoma en áætlað var og stýrivaxtaspá

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs: Mun lakari afkoma en áætlað var 

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta fjórðung ársins kom töluvert verr út en gert hafði verið ráð fyrir. Ríkissjóður skilaði neikvæðri afkomu um 7,5 milljarða króna, en handbært fé frá rekstri var neikvætt um 11 milljarða. Áætlað var að handbært fé yrði jákvætt um 4,7 ma.kr. á tímabilinu, en það merkir að útkoman er tæpum 16 mö. verri en áætlað var. Afkoman er jafnframt töluvert verri en verið hefur undanfarin tvö ár.

Við afgreiðslu fjárlaga var gert ráð fyrir að handbært fé frá rekstri yrði neikvætt um 25 ma. á öllu árinu 2013, en ljóst er að draga þarf verulega úr rekstrarhallanum á næstu þremur ársfjórðungum ef sú áætlun á að standast. Má spyrja sig hvort það teljist raunhæft miðað við að myndun nýrrar ríkisstjórnar er í farvatninu sem eflaust vill sanna sig á hveitibrauðsdögunum.

Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Líkt og við tiltökum í markaðspunkti 29. apríl sl. þá spáum við óbreyttum vöxtum við næstu vaxtaákvörðun peningastefnunefndar. Það sem vegur þyngst í mati okkar er hversu háir raunvextir Seðlabankans eru orðnir, eða 2% í kjölfar birtingar VNV fyrir apríl. Miðað við bráðabirgðaspá okkar fyrir verðbólgu og óbreytta nafnvexti Seðlabankans munu vextirnir slaga í 2,2% í júlí næstkomandi en peningastefnunefnd hefur haldið því fram að jafnvægisraunvextir þurfi að vera 3% miðað við að slakinn í þjóðarbúskapnum sé hverfandi.

Sjá umfjöllun í heild sinni hér: Greiðsluuppgjör ríkissjóðs1.pdf