Spáum óbreyttri vísitölu neysluverðs í maí

Spáum óbreyttri vísitölu neysluverðs í maí

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði þvert á spár greiningaraðila í apríl og teljum við að vísitalan muni standa óbreytt milli mánaða í maí sem þýðir að ársverðbólga verður áfram 3,3%.

Mikil óvissa umlýkur bráðabirgðaspá okkar fyrir næstu mánuði þar sem hún er háð því að Seðlabankinn standi við yfirlýsingu peningastefnunefndar frá því í síðustu viku um að jafna sveiflur í gengi krónunnar með það að markmiði að halda verðbólguvæntingum lágum. Ef Seðlabankinn sýnir fram á trúverðugar aðgerðir og heldur genginu stöðugu gerum við ráð fyrir að VNV hækki um 0,3% í júní, lækki um 0,6% í júlí og hækki um 0,3% í ágúst. Gangi bráðabirgðaspá okkar eftir mun ársverðbólga mælast 3,7% í ágúst sem samræmist spá Seðlabankans fyrir annan og þriðja ársfjórðung, sem við gerum ráð fyrir að byggi á væntum sveiflujafnandi aðgerðum bankans.

Í punktinn fjöllum við um nauðsyn þess að Seðlabankinn styðji við yfirlýsingu peningastefnunefndar um að sveiflujafna gengi krónunnar. Með hliðsjón af lækkandi verðbólguvæntingum undanfarið, teljum við að ef vel tekst til hjá Seðlabankanum að koma í veg fyrir miklar sveiflur í gengi krónunnar þá er ekki ólíklegt að verðbólguvæntingar lækki enn frekar. Ef ekki tekst vel til má gera ráð fyrir að verðbólguvæntingar hækki hratt aftur.

Sjá umfjöllun í heild sinni: verdbolguspa_21052013.pdf