Hluthafar Íslands

Hluthafar Íslands

Greiningardeild hefur tekið saman upplýsingar um 20 stærstu hluthafa þeirra 10 íslensku félaga sem skráð eru á Aðallista Kauphallar. Byggt var á gögnum frá Kauphöllinni að viðbættum upplýsingum sem birtar hafa verið opinberlega um hlutafjáreign stærstu erlendu eigenda Össurar. Félögin eru Eimskip, Hagar, Icelandair, Marel, Nýherji, Reginn, TM, VÍS, Vodafone og Össur. Samanlagt markaðsvirði félaganna í lok síðustu viku var 403 ma.kr. eða sem nemur 24% af landsframleiðslu ársins 2012. Miðað var við hluthafalista um miðjan maí.

Sjá nánar:280513_Hluthafar Íslands.pdf