Íbúðalánasjóður: "We have a problem"

Íbúðalánasjóður: "We have a problem"

Það er vel þekkt að Íbúðalánasjóður á við rekstrarvanda að etja. Í síðasta mánuði kom t.a.m. út skýrsla starfshóps velferðarráðuneytisins um framtíðarhorfur og framtíðarhlutverk Íbúðalánasjóðs. Hún var gefin út í framhaldi af skýrslu sem unnin var af IFS fyrir sjóðinn í nóvember þar sem metin var áhætta og eiginfjárþörf sjóðsins og tillögur að aðgerðum lagðar fram. Á síðustu árum hefur ríkissjóður svo tvívegis lagt fram nýtt eigið fé til að rétta stöðu sjóðsins, samtals 46 ma.kr. Þótt erfið staða Íbúðalánasjóðs sé vel þekkt er allt á huldu um það hvernig eigandinn, ríkissjóður, ætlar að leysa vandann.

Sjá nánar:300515_Íbúðalánasjóður We have a problem.pdf