Batnandi staða sveitarfélaganna - en horfur áfram viðkvæmar

Batnandi staða sveitarfélaganna - en horfur áfram viðkvæmar

Stærstu sveitarfélög landsins hafa nú birt ársreikning fyrir árið 2012. Við höfum tekið saman og greint ársreikninga sveitarfélaga sem eiga það sammerkt að íbúafjöldi þeirra er yfir 1.500 manns. Alls eru sveitarfélögin sem við skoðuðum 28 talsins og er samanlagður íbúafjöldi þeirra um 298.000 eða 93% af landsmönnum. Í greiningu okkar er horft til uppgjöra A- og B-hluta sveitarfélaganna, þ.e. meðtalin í reikningsskilin eru fyrirtæki sveitarfélaga, stofnanir og aðrar rekstrareiningar. Þannig er til dæmis Orkuveita Reykjavíkur meðtalin í reikningum Reykjavíkurborgar enda bera sveitarfélögin ábyrgð á skuldbindingum B-hluta félaga sinna.

Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er mismunandi eins og þau eru mörg en almennt má segja að staða þeirra hafi farið nokkuð batnandi á árinu 2012. Staðan er þó áfram viðkvæm og til dæmis má nefna að nokkuð þungar afborganir af skuldum sveitarfélaganna falla á gjalddaga á þessu ári.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Batnandi staða sveitarfélaganna - en horfur áfram viðkvæmar.pdf