Óbreyttir stýrivextir - engin óvænt tíðindi eða tilkynningar

Óbreyttir stýrivextir - engin óvænt tíðindi eða tilkynningar

Peningastefnunefnd ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum á vaxtaákvörðunarfundi sínum í morgun, fimmta fundinn í röð. Niðurstaðan kom ekki á óvart, enda höfðu greiningar- og markaðsaðilar gert ráð fyrir óbreyttum vöxtum. Ekki var verið að birta uppfærða hagvaxtar- eða verðbólguspá að þessu sinni og því lítið nýtt sem kom fram á fundinum.

Seðlabankinn telur ekki endilega að hagvaxtartölurnar fyrir 1F 2013 gefi tilefni til að ætla að horfurnar hafi mikið breyst frá þeirri spá sem þeir birtu í síðasta mánuði, þrátt fyrir að hagvöxturinn á fjórðungnum hafi verið minni en þeir áætluðu. Eins og við fjölluðum um í Markaðspunkti okkar í síðustu viku (0,8% hagvöxtur á 1F 213: Engin húrrahróp, en skárra en við bjuggumst við) þá var viðbúið að 1F yrði slakasti fjórðungur ársins. Við tökum hins vegar undir með Seðlabankanum að góðar líkur eru á því að hagvöxtur verði meiri það sem eftir lifir árs.

Sjá nánar: Óbreyttir stýrivextir.pdf