Breytt staða ríkisfjármála

Breytt staða ríkisfjármála

Forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu breyttar forsendur ríkisfjármálaáætlunar og áhrifin sem þær hafa á afkomu ríkissjóðs á fundi í gær. Í sem stystu máli gera þeir ráð fyrir að afkoman á árinu 2013 verði um 27 mö. verri en fjárlög gerðu ráð fyrir, þ.e. að halli á ríkissjóði verði nær því að vera 31 ma.kr. en 4 ma.kr.

Árið 2014 endurmetið. Þessu til viðbótar er jafnframt áætlunin endurmetin fyrir næsta ár. Er nú gert ráð fyrir að halli ríkissjóðs verði 9 ma.kr. en ekki 18 ma.kr. afgangur eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Það er því gert ráð fyrir að afkoman verði 27 mö.kr. lakari á því ári. Ástæðan má rekja bæði til gjalda- og tekjuhliðarinnar. Gert er ráð fyrir að tekjur á árinu 2014 verði lægri um sem nemur 13 mö.kr. og gjöldin um 14 mö.kr. hærri.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Breytt staða ríkisfjármála.pdf