Spáum 0,3% verðbólgu í júní

Spáum 0,3% verðbólgu í júní

Greiningardeild spáir því að verðlag hækki um 0,3% í júní frá fyrri mánuði. Gangi spá okkar eftir mun ársverðbólgan mælast 3,1% samanborið við 3,3% í maí. Hækkun eldsneytis- og húsnæðisliðar eru megináhrifaþættir í spánni. Við gerum ráð fyrir því að ársverðbólgan hækki á ný á næstu mánuðum og verði 3,8% í september ef bráðabirgðaspá okkar gengur eftir. Krónan er nú ríflega 5% sterkari en í upphafi árs og áhrifin vegna þessa höfum við séð í síðustu verðmælingum Hagstofunnar en við áætlum að gengisáhrifin hafi verið um 0,5-0,6% til lækkunar verðlags í mars, apríl og maí. Þrátt fyrir að gengislekinn sé ekki meiri þá teljum við ólíklegt að frekari áhrif eigi eftir að koma fram þar sem styrking krónunnar gekk að hluta tilbaka í maí og hefur haldist nánast óbreytt það sem af er júnímánuði.

Sjá umfjöllun í heild sinni: verðbólguspá júní 2013.pdf