Fjármál hins opinbera: Neikvæð tekjuafkoma

Fjármál hins opinbera: Neikvæð tekjuafkoma

Tekjuafkoma hins opinbera, þ.e. ríkissjóðs, almannatrygginga og sveitarfélaga, á fyrsta ársfjórðungi 2013 kom nokkuð verr út en fyrsti fjórðungur ársins áður. Tekjuafkoman reyndist neikvæð um 8,2 ma.kr. miðað við 6,7 ma.kr. neikvæða afkomu á sama tíma árið 2012, en það merkir að útkoman er tæpum 1,5 ma.kr. lakari í ár. Sé tekið tillit til verðbólgu er útkoman um milljarði króna lakari í ár.Mestu munaði um neikvæðan tekjujöfnuð ríkissjóðs, en líkt og við fjölluðum um í Markaðspunkti okkar (Greiðsluuppgjör ríkissjóðs: Mun lakari afkoma en áætlað var) þá kom greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta fjórðung ársins töluvert verr út en áætlanir fjárlaga höfðu gert ráð fyrir. Neikvætt frávik í greiðsluafkomu ríkissjóðs gekk þó að hluta til baka í fjögurra mánaða greiðsluuppgjörinu.Sjá umfjöllun í heild sinni: 210613_Fjármál hins opinbera.pdf