Afborgunarbrekka sveitarfélaganna

Afborgunarbrekka sveitarfélaganna

Greiningardeild fjallaði á dögunum um stöðu 28 stærstu sveitarfélaga landsins. Þar kom meðal annars fram að afkoma sveitarfélaganna er að batna og framlegð þeirra heilt yfir að aukast. Skuldastaða margra sveitarfélaga er þó áfram viðkvæm, bæði vegna hárrar skuldsetningar en ekki síður þungra afborgana á næstu árum.

Afborganir sveitarfélaganna hafa farið stigvaxandi á undanförnum árum. Þeim hefur verið mætt með fjármagni úr rekstri en einnig nýjum lántökum. Á síðustu fjórum árum hafa nýjar lántökur sveitarfélaganna numið á bilinu 20-45 ma.kr. ár hvert. Gera má ráð fyrir að mestu leyti hafi verið um endurfjármagnanir að ræða.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Afborgunarbrekka sveitarfélaganna.pdf