Heilbrigði fasteignamarkaðar - eignir á sanngjörnu verði

Heilbrigði fasteignamarkaðar - eignir á sanngjörnu verði

Velta á fasteignamarkaði (fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu) hefur verið með besta móti framan af ári. Litið til síðustu fjögurra ára þá hefur veltan ekki mælst hærri en á fyrstu fimm mánuðum ársins. Frá því að fasteignaverð náði botni í árslok 2010 hefur það hækkað um ríflega 18% á höfuðborgarsvæðinu og hefur lækkunin sem átti sér stað á árunum 2008-2010 því að mestu leyti gengið tilbaka. Að raunvirði (leiðrétt fyrir launum) er fasteignaverð hins vegar enn um 27% lægra en í ársbyrjun 2008.

Batinn á fasteignamarkaði hefur enn sem komið er nánast haldist í hendur við umsvifin í hagkerfinu og teljum við að svo verði áfram. Við sjáum ekki önnur merki en að batinn sé heilbrigður, byggður á traustum grunni og að verðlagning fasteigna sé í samræmi við þróun launa og vaxtakjara íbúðalána. Væntingar hafa verið á uppleið sem skiptir ekki síður máli og mun styðja við markaðinn að öðru óbreyttu. Skuldsetning heimila er hins vegar enn há í sögulegum og alþjóðlegum samanburði og er sá þáttur sem einna helst heldur aftur að frekari verðhækkunum.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Fasteignamarkaður núllstilltur.pdf