Er árstíðarsveifla í krónunni?

Er árstíðarsveifla í krónunni?

Um nokkurt skeið hefur umræða staðið yfir um hvort fyrirsjáanlega árstíðasveiflu sé að finna í gengisþróun íslensku krónunnar. Röksemdafærslan er yfirleitt á þá leið að eftir að gjaldeyrishöftin voru sett á sé markaður með gjaldeyri orðinn mjög grunnur, og því hafi framboð og eftirspurn sem leiðir af grunnþáttum á borð við utanríkisverslun og uppgjör erlendra lána tekið við af viðskiptum með fjármálagerninga sem eklar gengisbreytinga. Vegna aukins innflæðis gjaldeyris yfir sumartímann í takt við komur ferðamanna til landsins hafi krónan tilhneigingu til að styrkjast tímabundið á meðan ferðamannatímabilinu stendur.

 

Sjá umfjöllun í heild sinni: Árstíðasveifla.pdf