Fjárfestingar sveitarfélaganna sitja á hakanum

Fjárfestingar sveitarfélaganna sitja á hakanum

Greiningardeild hefur á undanförnum vikum fjallað ítarlega um stöðu og horfur hjá sveitarfélögum landsins, sjá Batnandi staða sveitarfélaganna og nú síðast Afborgunarbrekka sveitarfélaganna.

Sveitarfélögin standa straum af ýmiskonar fjárfestingum í rekstri sínum sem og í innviðum samfélagsins. Þar ber helst að nefna að þau annast uppbyggingu og viðhald veitukerfa, gatna og hafnarmannvirkja ásamt því að sjá um ýmis skipulagsmál. Rekstur leik- og grunnskóla er einnig á könnu sveitarfélaganna auk annarra velferðarmála.

Fjárfestingar sveitarfélaganna hafa á undanförnum árum dregist umtalsvert saman. Ef litið er 15 ár aftur í tímann hafa fjárfestingar sveitarfélaganna numið að meðaltali 16% af rekstrartekjum þeirra. Samdrátturinn síðastliðin fjögur ár hefur hinsvegar verið slíkur að fjárfestingar hafa einungis numið að meðaltali um 9% af rekstrartekjum sveitarfélaganna og 7% síðastliðin tvö ár.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Fjárfestingar sveitarfélaganna sitja á hakanum.pdf