Eigið fé í húsnæði - staðsetningin skiptir sköpum

Eigið fé í húsnæði - staðsetningin skiptir sköpum

Skuldavandi heimilanna hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu og þarf engan að undra, enda hefur ný ríkisstjórn lofað skuldaleiðréttingum í gegnum almenna niðurfærslu verðtryggðra húsnæðislána. Aukinheldur standa lánastofnanir nú í ströngu við að endurreikna gengistryggð lán í samræmi við nýlega dóma Hæstaréttar um gildi fullnaðarkvittana í gengislánasamningum.

Eiginleikar innlendra fasteignalána, líkt og gengis- og verðtrygging, gera það að verkum að eiginfjárstaða íslenskra heimila er einkar viðkvæm gagnvart gengis- og verðlagsáföllum. Frá upphafi árs 2008 hafa farið samhliða 46% hækkun á vísitölu neysluverðs en aðeins 0,3% nafnverðshækkun á fasteignaverði, m.v. vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu. Við slíkar aðstæður gengur hratt á eigið fé heimila og þurrkast það út í mörgum tilvikum.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Eigið fé í húsnæði.pdf