Beveridge kúrfan: Skilvirkni vinnumarkaðar að aukast á ný?

Beveridge kúrfan: Skilvirkni vinnumarkaðar að aukast á ný?

Þær hremmingar sem íslenskur vinnumarkaður hefur gengið í gegnum í kjölfar efnahagsþrenginga undanfarinna ára hafa sennilega ekki farið framhjá neinum. Atvinnuleysi hefur aukist talsvert, mælist nú þremur prósentustigum hærra en á sama tíma árið 2008, langtímaatvinnulausum hefur að sama skapi fjölgað, fjölda starfandi fækkað og meðalvinnutími styst.

Vinnumarkaðurinn hefur þó aðeins rétt úr kútnum og hægt og bítandi hefur dregið úr skráðu atvinnuleysi frá því að það náði hámarki árið 2010. Haldi umsvif í þjóðarbúskapnum áfram að aukast má gera ráð fyrir áframhaldandi lækkun atvinnuleysis sökum aukinnar vinnuaflseftirspurnar. Bæði vinnumarkaðskannanir Hagstofunnar og mælingar Vinnumálastofnunar á atvinnuleysi fyrir fyrstu mánuði ársins sýna jákvæða þróun á vinnumarkaði, en atvinnuleysi í maí hefur ekki verið lægra frá árinu 2008.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Beveridge kúrfan.pdf