Beveridge kúrfan: Af hverju dró úr skilvirkni vinnumarkaðar?

Beveridge kúrfan: Af hverju dró úr skilvirkni vinnumarkaðar?

Greiningardeild fjallaði í gær (22/7) um Beveridge kúrfur nokkurra Norðurlanda og þær breytingar sem orðið hafa á þeim (sjá Skilvirkni vinnumarkaðar að aukast á ný?). Þau lönd sem til athugunar voru; Ísland, Finnland, Svíþjóð og Noregur, áttu það sameiginlegt að hafa horft upp á hægri hliðrun á Beveridge kúrfum sínum í kjölfar efnahagsþrenginga undanfarinna ára. Slík hliðrun er yfirleitt túlkuð sem svo að dregið hafi úr skilvirkni vinnumarkaðar.Í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 hliðraðist íslenska Beveridge kúrfan strax til hægri. Hefur hún verið nánast lárétt síðan, með stöðugan fjölda starfa en töluvert meira atvinnuleysi en þekktist fyrir hrun. Ýmsar ástæður geta legið að baki hliðrunar kúrfunnar, svo sem breytingar á stofnunum vinnumarkaðar. Það getur verið athyglisvert að greina þær, enda gefa þær skýringu á minni skilvirkni vinnumarkaðar.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Skilvirkni vinnumarkaðar.pdf