Planið: Gengur betur en plön gerðu ráð fyrir

Planið: Gengur betur en plön gerðu ráð fyrir

Við lok vetrar 2011 kynnti Orkuveita Reykjavíkur umfangsmikla aðgerðaáætlun undir nafninu  „Planið“. Planið er sex ára áætlun og var sett saman til að skjóta sterkari stoðum undir rekstur og starfsemi fyrirtækisins. Þegar áætlunin var kynnt var fjárþörf Orkuveitunnar metin 50 ma.kr. á árunum 2011-2016, en sem kunnugt er fékk Orkuveitan á sig mikið högg þegar krónan veiktist hvað mest, þar sem nær allar skuldbindingar félagsins eru gengistryggðar. Áætluninni er ætlað að hagræða í  rekstrinum og bæta sjóðstöðuna til að mæta þessari fjárþörf.

Nú eru liðin rúm tvö ár frá því að aðgerðaáætlunin var sett fram og farin að koma mynd á framvindu Plansins. Orkuveitan gerði ráð fyrir í áætlunum sínum að sparnaðar- og hagræðingaraðgerðir Plansins væru á þessum tímapunkti búnar að skila um 28 mö.kr. Raunþróunin hefur hinsvegar verið með þeim hætti að aðgerðirnar hafa skilað tæplega 2,5 mö.kr. meiru en markmið gerðu ráð fyrir á þessu stigi áætlunarinnar.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Planið: Gengur betur en plön gerðu ráð fyrir.pdf