Ríkisfjármálamargfaldarar á Íslandi: Aðhald og efnahagsbati

Ríkisfjármálamargfaldarar á Íslandi: Aðhald og efnahagsbati

Það er ekki ókeypis að ná tökum á ríkisfjármálum þjóðar. Til þess þarf yfirleitt að hækka skatta, skera niður ríkisútgjöld eða fara blandaða leið hvoru tveggja, en að öðru jöfnu merkir það að ríkið dregur markvisst úr eftirspurnarþrótti hagkerfisins. Það getur orðið til þess að hagvöxtur hægi á sér, allavega til skamms tíma, en það ríkir enginn einhugur um nákvæmlega hversu veigamikil þessi áhrif eru.

Það er raunar tiltölulega stutt síðan kraftur hljóp í rannsóknir á áhrifum ríkisfjármálastefnu á hagvöxt eftir langt hlé, enda var hlutverki hennar við hagstjórn skipað í aftursætið á árunum fyrir 2008 á meðan peningamálastjórn sat í ekilssætinu. Eftir að sum ríki tóku að beita markvissum örvunaraðgerðum, á meðan háar skuldir tóku að vefjast fyrir öðrum sem neyddust síðan til þess að bregðast við með aðhaldsaðgerðum, hefur kastljósinu hins vegar tekið að beinast að samspili ríkisfjármála og hagvaxtar í meira mæli.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Ríkisfjármálamargfaldarar.pdf