Er svigrúm til staðar fyrir lækkun matvöruverðs?

Er svigrúm til staðar fyrir lækkun matvöruverðs?

Engan þarf að undra að þróun matvöruverðs hér á landi hafi nokkuð verið til umræðu síðastliðin ár, enda eflaust margir sem fundið hafa fyrir hækkun þess í buddunni. Þá eru náin tengsl á milli matvöruverðs og vísitölu neysluverðs, en mat- og drykkjarvörur vega þungt í vísitölunni auk þess sem hækkandi matvöruverð getur sett þrýsting á launahækkanir, sem að lokum geta skilað sér út í verðlagið á ný.

Verð á mat- og drykkjarvörum hefur hækkað mikið frá fyrrihluta árs 2007, eða um 68%. Á sama tíma hefur almennt verðlag í landinu hækkað um 51%. Er hér um að ræða breytingar á verðlagi m.v. að sköttum og gjöldum sé haldið föstum. Stór hluti þessara verðhækkana á rætur sínar að rekja til gengishruns krónunnar árið 2008, en í kjölfar þess hækkuðu mat- og drykkjarvörur umtalsvert í verði og nokkuð umfram almennt neysluverð. Þá náði hrávöruverð á heimsmarkaði nýjum hæðum árið 2008 og hefur það mögulega lagt hönd á plóg. 

Sjá umfjöllun í heild sinni: Matvoruverd.pdf