Vaxtaákvörðun múrmeldýrsins: Spáum enn óbreyttum vöxtum

Vaxtaákvörðun múrmeldýrsins: Spáum enn óbreyttum vöxtum

Er leikáætlunin að virka sem skyldi – breytinga að vænta í haust?
Seðlabankinn er ekki í öfundsverðri stöðu um þessar mundir, verðbólguhorfur hafa versnað og verðbólguvæntingar markaðsaðila eru á uppleið. Á sama tíma hefur sumarstyrkingin ekki komið fram í eins miklum mæli og vonir stóðu til en við túlkuðum ummæli Seðlabankastjóra fyrr á árinu svo að með gjaldeyrisinnflæði sumarsins ætti að skapast nægjanlegt svigrúm til að kaupa til baka þann gjaldeyri sem nýttur hefur verið til að styðja við krónuna. Nú þegar langt er liðið á sumar þá hefur Seðlabankinn aðeins keypt til baka 12 m.EUR (miðað við opinberar tölur sem ná fram til 1. ágúst) og á því eftir að kaupa til baka 72 m.EUR ef hann ætlar ekki að vera nettó seljandi á gjaldeyrismarkaði á árinu. Hugsanlega hefur Seðlabankinn sem og aðrir ofmetið þau áhrif sem ferðamannagjaldeyrinn átti að skila í styrkingu krónunnar nú í sumar. Enda hefur það komið á daginn að það eru aðrir þættir sem skipta ekki síður máli sem hafa áhrif á gengismyndunina eins og erlendar afborganir innlendra aðila, fjárstýring bankanna og þróun viðskiptakjara (sjá umfjöllun í Markaðspunkti okkar: Er árstíðarsveifla í krónunni?). Sumir ofangreindra aðila hafa þó verið í samstarfi við Seðlabankann um sín gjaldeyriskaup og vonandi hefur það samstarf leitt til þess að létta erlendan afborganaferil þeirra á næstu misserum, en vont er ef það kemur niður á gjaldeyrisstöðu Seðlabankans.

Sjá umfjöllun í heild sinni: Vaxtaákvörðun ágúst 2013.pdf